Jafntefliskóngar án taps

Andri Rafn Yeoman mundar skotfótinn í leiknum gegn ÍA í …
Andri Rafn Yeoman mundar skotfótinn í leiknum gegn ÍA í gærkvöld. mbl.is/Eva Björk

Blikar eru byrjaðir að safna stigum af krafti í Pepsí-deildinni undir stjórn síns dáðasta sonar, Arnars Grétarssonar. Eftir 1:0 sigur á Akranesi í gærkvöldi eru komnir tveir slíkir í hús hjá Blikum eftir þrjú jafntefli í fyrstu umferðunum. Eftir stendur að Breiðablik er annað þeirra liða sem eru taplaus að loknum fimm umferðum. Skagamenn eru með fjögur stig og eru sjálfsagt bærilega sáttir á heildina litið þó þeir séu varla ánægðir með leik liðsins í gærkvöldi.

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var reyndar nokkuð sniðugur og stillti upp sínu liði í 3-5-2. Virtist þetta koma Blikum á óvart og það tók þá 15-20 mínútur að lesa stöðuna. Eftir það náðu þeir hins vegar ágætum tökum á leiknum og úrslitin voru sanngjörn.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem fjallað er ítarlega um leiki gærkvöldsins í Pepsideild karla í knattspyrnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert