Hann braut tvisvar á mér

Jón Ragnar Jónsson og Guðjón Pétur Lýðsson í umdeildu atviki …
Jón Ragnar Jónsson og Guðjón Pétur Lýðsson í umdeildu atviki í fyrri hálfleik þar sem Blikar vildu fá vítaspyrnu. mbl.is/Eva Björk

„Þetta er mjög svekkjandi miðað við það hvernig leikurinn var. Mér fannst við vera betra liðið á vellinum og þá er svekkjandi að fara í burtu með eitt stig,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson við mbl.is eftir 1:1 jafntefli Breiðabliks og FH í Kaplakrika í kvöld.

„Við förum á einn erfiðasta útivöll landsins og mér finnst við yfirspila þá í kvöld. Við erum mjög fúlir með jafntefli,“ sagði Guðjón Pétur en Kassim Doumbia jafnaði metin fyrir FH í uppbótartíma.

Jón Ragnar Jónsson spilaði gegn Guðjón Pétri í hægri bakverðinum og þeir félagarnir háðu marga rimmuna í leiknum.

„Nei ég var ekkert pirraður. Hann braut á mér tvisvar og ég átti að fá víti. Svo var hann alltaf að toga í mig og þá loksins náði hann (Gunnar Jarl dómari) honum og þá fékk hann spjaldið, það hefði mátt koma fyrr. Annars var þetta bara flottur leikur, við Jón erum félagar,“ sagði Guðjón Pétur.

„Mér fannst hann tvisvar sinnum toga í mig. Í eitt skiptið þegar ég er að fara að skora þá rífur hann mig niður og hitt var mjög svipað. Það verður gaman að sjá þetta í sjónvarpinu, sagði Guðjón Pétur sem var ánægður með spilamennsku Blika í leiknum.

„Mér fannst við líta vel út frá aftasta manni til þess fremsta. Við náðum flottum spilköflum og mér fannst við í rauninni vera með þá allan leikinn. Þeir áttu ekki mörg svör við okkar leik, sagði Guðjón Pétur.

Guðjón Pétur Lýðsson
Guðjón Pétur Lýðsson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert