„Geðveik ára yfir Akureyrarvelli“

Sigurbjörn Hreiðarsson
Sigurbjörn Hreiðarsson Ómar Óskarsson

Sigurbjörn Hreiðarsson er afar spenntur fyrir því verkefni að mæta KA norðan heiða í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu. KA hefur nú þegar slegið efstudeildarliðin Breiðablik og Fjölni úr leik og nú er röðin komin að Valsmönnum að mæta þeim gulklæddu.

„Þetta verður gríðarlega erfitt, sérstaklega í þessari keppni þar sem þeir eru búnir að vera skipulagðir og mjög erfiðir við að eiga. Þau lið sem hafa lent í þeim hafa lent í tómu basli. Ef við ætlum áfram verða allir að eiga toppleik og mæta 100% gíraðir í verkefnið,“ sagði Sigurbjörn við mbl.is í dag.

Honum líst afar vel á það verkefni að spila á Akureyrarvelli.

„Það er frábært. Alltaf gott að fara norður, ég tala nú ekki um Akureyrarvöll sem er einn af mínum uppáhalds völlum á Íslandi. Mér finnst vera geðveik ára yfir þeim velli. Það verður bara stuð, þetta eru undanúrslit og það á að vekja hvern einasta keppnismann,“ sagði Sigurbjörn.

Liðin mætast annað hvort 29. júlí eða 30. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert