Grátlega nálægt því

Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson. mbl.is/Styrmir Kári

„Það var hrikalega svekkjandi að fá þetta mark á okkur undir lok fyrri hálfleiks. Við vorum með góða stjórn á leiknum, þeir voru ekki að skapa sér mikið af færum og við vissum alveg hvernig þeir myndu spila,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Morgunblaðið rétt eftir 2:0 tapið gegn Celtic í fyrri leik liðanna 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikið var í Glasgow í Skotlandi í gærkvöldi.

„Svo fá þeir færi eftir hraða sókn, fá hornspyrnu sem þeir taka stutt og þá erum við ekki alveg nógu vakandi. Það er rosalega sorglegt þegar mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Við vorum líka grátlega nálægt því að skora útivallarmark. Það er mest svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Rúnar Páll en Stjörnumenn fengu tvö upplögð marktækifæri en inn vildi boltinn ekki.

Rúnar Páll var hins vegar afar ánægður með frammistöðu Stjörnuliðsins í leiknum.

„Við undirbjuggum okkur mjög vel og frammistaðan var frábær hjá leikmönnum,“ sagði Rúnar sem segir frammistöðuna, „með þeim betri, við spilum mikla vörn en fengum ekkert svakalega mikil upphlaup en fengum þónokkur færi til að setja mark. Það er synd að hafa ekki nýtt það“, sagði Rúnar Páll. Stjörnumenn taka á móti Celtic í síðari leiknum í Garðabæ næstkomandi miðvikudag kl. 19.15.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert