Berglind gerði þrjú í stórsigri á Val

Aldís Kara Lúðvíksdóttir kemur boltanum í netið gegn KR í …
Aldís Kara Lúðvíksdóttir kemur boltanum í netið gegn KR í kvöld. Þórður A.

Fjórir leikir kláruðust í Pepsi-deild kvenna í kvöld, en Stjarnan lagði meðal annars Selfoss á meðan Fylkir fór illa með Val.

ÍBV lagði Þrótt 2:3 í fyrsta leik kvöldsins, en Shaneka Gordon kom Eyjastúlkum í tveggja marka forystu áður en Sabrína Lind skoraði þriðja markið. Þróttarar komu til baka í síðari hálfleiknum og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, en það dugði þó ekki til og sigur ÍBV staðreynd.

Fylkir fór illa með Val í Lautinni. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði þrennu fyrir Fylki og þá gerði Andreea Laiu eitt mark. Mist Edvardsdóttir varð fyrir því óláni í leiknum að skora í eigið net, en mark Vals gerði Elín Metta Jensen.

Stjarnan vann þá öflugan sigur á Selfyssingum, 1:3. Selfoss komst yfir með markið frá Donnu Kay Henry, en Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, jafnaði. Harpa Þorsteinsdóttir sá síðan til þess að Garðbæingar tóku stigin þrjú.

Breiðablik fór létt með KR á KR-vellinum 3:0. Aldís Kara Lúðvíksdóttir kom Blikum yfir áður en hún bætti við öðru marki. Hildur Sif Hauksdóttir skoraði svo þriðja og síðasta markið.

Breiðablik er því áfram á toppnum með 34 stig, en Stjarnan sem náði í mikilvæg stig er í öðru sæti með 30 stig. Tap Vals þýðir að baráttan um næstu sæti er mikil, en aðeins tvö stig skilja að liðin í þriðja og sjöunuda sæti.

KR 0:3 Breiðablik
Fylkir 5:1 Valur
Selfoss 1:3 Stjarnan
Þróttur 2:3 ÍBV
----------------------------------------------------------------------------------------------

21:04. KR 0:3 Breiðablik - Leik lokið

21:04. Fylkir 5:1 Valur - Leik lokið

21:01. Fylkir 5:1 Valur - Elín Metta Jensen klórar í bakkann fyrir Val, allt, alltof seint.

21:00. KR 0:3 Breiðablik - Hildur Sif Hauksdóttir skorar þriðja og síðasta mark Blika í kvöld. Öruggur sigur í höfn.

20:53. Fylkir 5:0 Valur - Hat-trick! Berglind Björg er komin með þrennu. Þetta er niðurlæging fyrir Val, en jafnframt frábær frammistaða hjá Fylki.

20:40. Fylkir 4:0 Valur - Berglind Björg bætir þá við öðru marki sínu fyrir Fylki í kvöld og fjórða marki liðsins. Þetta stefnir í ótrúlegan sigur á Val!

20:40 Selfoss 1:3  Stjarnan - Harpa Þorsteins bætir við þriðja markinu og öðru marki hennar í leiknum. Þær eru að sigla þessu heim.

20:32. Selfoss 1:2 Stjarnan - Harpa Þorsteinsdóttir skorar fyrir Stjörnuna. Gott comeback hjá gestunum sem þurfa á þremur stigum að halda.

20:32. KR 0-2 Breiðablik - Aldís Kara aftur! Annað mark hennar í dag.

20:28. Fylkir 3:0 Valur - Berglind Björg Þorvaldsdóttir með þriðja markið. Hvað er að gerast hérna?

20:22. Fylkir 2:0 Valur - Andreea Laiu bætir við öðru marki fyrir Fylki.

20:20. Fylkir 1:0 Valur - Mist Edvardsdóttir kemur boltanum í eigið net og stuttu seinna er Fylkir komið með annað mark.

19:51. Selfoss 1:1 Stjarnan - Ásgerður Stefanía Baldursdóttir að jafna metin. Þetta lítur út fyrir að vera fínasta upphitun fyrir úrslitaleikinn í bikarnum. Hart barist.

19:50. Leik lokið. Þróttur 2:3 ÍBV - Rebekah Bass minnkar muninn undir lokin, en það reyndist ekki nóg. ÍBV með öflugan sigur og situr liðið áfram í 6. sæti deildarinnar með 21 stig.

19:38. KR 0:1 Breiðablik - Aldís Kara Lúðvíksdóttir að koma Blikum yfir. Þetta eru gæði beint af völlunum í Hafnarfirðinum!

19:31. Selfoss 1:0 Stjarnan - Donna Kay Henry er að koma Selfyssingum yfir. Það er aldeilis veislan þar!

19:23. Þróttur 1:3 ÍBV - Rebekah Bass að minnka muninn. Er von fyrir Þróttara?

19:15. Hinir þrír leikirnir eru komnir af stað!

19:06. Þróttur 0:3 ÍBV - Eyjastúlkur eru að klára Þróttara. Þetta virkar bara einu númeri of auðvelt. Díana Helga Guðjónsdóttir skoraði.

Hálfleikur. Þróttur 0:2 ÍBV - Hálfleikur á Valbjarnarvelli. ÍBV er tveimur mörkum yfir og er þetta því orðin ansi mikil brekka fyrir Þróttara.

18:37. Þróttur 0:2 ÍBV - Shaneka Gordon að bæta við öðru marki áður en flautað er til loka fyrri hálfleiks. ÍBV að leiða þennan leik nokkuð örugglega.

18:19. Þróttur 0:1 ÍBV - Gestirnir eru komnir yfir á Valbjarnarvelli. Þetta tók ekki langan tíma, en það var Shaneka Gordon sem skoraði markið. Það kemur eiginlega bara ekkert á óvart.

1. Leikur hafinn. Þróttur - ÍBV

0. Velkomin í beina textalýsingu frá leikjum kvöldsins. Þetta hefst auðvitað á leik Þróttar og ÍBV, en hann byrjar klukkan 18:00.

Þróttur R.: McKenzie Sauerwein(M), Eva Bergrín Ólafsdóttir, Sesselja Líf Valgeirsdóttir, Gabríela Jónsdóttir, Bergrós Lilja Jónsdóttir, Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, Anna Birna Þorvarðardóttir (F), Jade A. Flory, Þorbjörg Pétursdóttir, Harpa Lind Guðnadóttir, Rebekah Bass.

ÍBV: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir(M), Sóley Guðmundsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Díana Dögg Magnúsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir (F), Ásta María Harðardóttir, Shaneka Jodian Gordon, Esther Rós Arnarsdóttir, Cloe Lacasse, Sabrína Lind Adolfsdóttir.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fylkir: Eva Ýr Helgadóttir (M), Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir (F), Andreea Laiu, Aivi Luik, Hulda Hrund Arnarsdóttir, Ruth Þórðar Þórðardóttir, Jasmín Erla Ingadóttir, Eva Núra Abrahamsdóttir, Berglind Björg Þorvalsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Shu-o Tseng.

Valur: Þórdís María Aikman (M), Rebekka Sverrisdóttir, Mist Edvardsdóttir (F), Hildur Antonsdóttir, Elín Metta Jensen, Vesna Smiljkovic, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir, Heiða Dröfn Antonsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir, Katia Maanane.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

KR: Tara E. Macdonald (M), Sigrún Birta Kristinsdóttir, Sonja Björk Jóhannsdóttir, Sara Lissy Chontosh, Margrét María Hólmarsdóttir, Sigríður María Sigurðardóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Jóhanna Sigurþórsdóttir, Íris Ósk Valmundsdóttir, Hugrún Lilja Ólafsdóttir, Kelsey Loupee (F).

Breiðablik: Sonný Lára Þráinsdóttir (M), Svava Rós Guðmundsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Jóna Kristín Hauksdóttir, Fjolla Shala, Hallbera Guðný Gísladóttir, Aldís Kara Lúðvíksdóttir, Rakel Hönnudóttir (F), Fanndís Friðriksdóttir, Guðrún Arnardóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Selfoss: Chante Sherese Sandiford (M), Donna Kay Henry, María Rós Arngrímsdóttir, Bríet Mörk Ómarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir (F), Heiðdís Sigurjónsdóttir, Eva Lind Elíasdóttir, Summer Williams, Thelma Björk Einarsdóttir, Erna Guðjónsdóttir.

Stjarnan: Sandra Sigurðardóttir (M), Ana Victoria Cate, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (F), Kristrún Kristjánsdóttir, Anna María Baldursdóttir, Lára Kristín Pedersen, Jaclyn Nicole Softli, Anna  Björk Kristjánsdóttir, Francielle Manoel Alberto, Harpa Þorsteinsdóttir, Írunn Þorbjörg Aradóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert