FH-ingar á toppinn

Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfarar Keflavíkur, á …
Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfarar Keflavíkur, á leiknum í kvöld.

FH kom sér upp á hlið KR-inga á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir 2:1 sigur á Keflavík suður með sjó í síðasta leik 13. umferðar. Atli Viðar Björnsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og skoraði sigurmark Hafnfirðinga skömmu fyrir leikslok.

Keflavík er áfram á botni deildarinnar með fimm stig, sex stigum frá öruggu sæti en fimm stig eru í Leikni í 11. sætinu.

Það var ekki margt í spilunum sem benti til þess að FH-ingar skoruðu fyrsta mark sitt. Fyrri hálfleikurinn var afar rólegur þar sem FH-ingar voru vissuleg sterkari en ógnuðu aðeins með skotum fyrir utan teig. Sumum hverjum góðum.

Á 32. mínútu kom löng sending inn á teig frá Jeremy Serwy á Emil Pálsson sem gerði allt rétt og skallaði knöttinn í netið af vítateigspunktinum en Keflavíkurvörnin lá mjög aftarlega þar sem FH hafði verið búið að bggja upp sókn sína í langan tíma.

Mark Keflvíkinga kom hins vegar eins og þruma úr heiðskýru loft á 44. mínútu.

Samuel Jimenez er með frábæran vinstri fót og var tiltölulega nýlega kominn inn á þegar hann sendi hættulega þversendingu milli markvarðar FH, Róberts Arnar Óskarssonar og varnar FH. Davíð Þór Viðarsson renndi sér á bolt inn en sneyddi hann óheppilega fyrir sig í fjærhornið, 1:1 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Síðari hálfleikur var eins og sá fyrri og fór rólega af stað. FH hélt boltanum og reyndi að finna glufur á vörn Keflavíkur en lítið gekk í þeim efnum fyrstu 20 mínúturnar eða svo.

Keflvíkingar áttu einnig sína spretti í síðari hálfleik þar sem Chuck ógnaði nokkrum sinnum með skotum sínum en var fyrir utan þau lítið með í spili Keflvíkinga.

Atli Viðar Björnsson kom inn á á 65. mínútu og var í kvöld einu sinni sem oftar hetja FH-inga þegar hann skoraði sigurmark þeirra á 74. mínútu.

Emil Pálsson gerði vel þegar hann skallaði boltann aftur fyrir sig á Atla sem var aleinn á fjær og kláraði færi sitt óaðfinnalega í markhornið, 1:2 lokatölur og FH á toppinn á markatölu.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Keflavík 1:2 FH opna loka
90. mín. Hætta við mark FH. Davíð Þór bjargar á síðustu stundu eftir góða sendingu Jimenez inn á teiginn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert