Við erum ennþá litla liðið

Kári Árnason í fyrri leiknum gegn Hollandi.
Kári Árnason í fyrri leiknum gegn Hollandi. mbl.is/Golli

,,Okkar bíður heldur betur krefjandi en skemmtilegt verkefni,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason við Morgunblaðið eftir fyrstu æfingu íslenska landsliðsins fyrir stórleikinn gegn Hollendingum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Amsterdam á fimmtudagskvöldið.

,,Með jafntefli í þessum leik og sigri í heimaleikjunum á móti Kasakstan og Lettlandi geta Hollendingarnir ekki náð okkur og sæti á EM verður tryggt. Það er ljóst að við verðum að ná góðum úrslitum hér í Amsterdam. Hollendingarnir eru í þeirri stöðu að þeir verða að vinna til að eiga möguleika á öðru af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Við búum okkur því undir erfiðan leik,“ sagði Kári við Morgunblaðið.

Hann hefur spilað gríðarlega vel með Ragnari Sigurðssyni í hjarta íslensku varnarinnar og hafa þeir náð afar vel saman. Ísland hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í sex leikjum undankeppninnar, sem er frábær árangur.

Nánar er fjallað um landsleik Hollands og Íslands í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert