Fann ekki fyrir neinu þegar ég vaknaði

Fyrirliðarnir Arjen Robben og Aron Einar Gunnarsson heilsast fyrir leikinn …
Fyrirliðarnir Arjen Robben og Aron Einar Gunnarsson heilsast fyrir leikinn í Amsterdam í gærkvöld. mbl.is/Skapti Hallgrimsson

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, fór haltrandi af velli á 86. mínútu í leiknum gegn Hollendingum í Amsterdam í gærkvöld en hann hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur og mest lítið spilað með Cardiff af þeim sökum.

Aron sagði við mbl.is í Amsterdam í dag að honum hefði ekki orðið meint af þessu, hann væri eldsprækur og þar með allar líkur á að hann verði klár í slaginn gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöldið.

„Ég fann ekki fyrir neinu þegar ég vaknaði í morgun og vissi strax að þetta  væri ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég  var bara stífur. Það var virkilega góð tilfinning að vakna í morgun," sagði landsliðsfyrirliðinn sem er á leið heim til Íslands nú um hádegið ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu, eftir sigurinn frækilega á Hollendingum í gærkvöld, 1:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert