KSÍ fengi yfir milljarð

Sigri fagnað í Amsterdam.
Sigri fagnað í Amsterdam. mbl.is/Skapti Hallgrimsson

Tryggi íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sér þátttökurétt á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar mun það að líkindum færa Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) vel á annan milljarð króna.

Þær upplýsingar fengust hjá Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA) að ákvörðun um greiðslur fyrir þátttöku á EM næsta sumar yrði tekin um áramótin.

Var síðan vísað til greiðslna fyrir þátttöku á EM 2012. Alls voru þá greiddar 196 milljónir evra til 16 liða, 12 milljónum evra meira en á EM 2008. Karlalandslið sem komust í keppnina fengu átta milljónir evra fyrir afrekið, eða 1.160 milljónir króna. Leikið var í fjórum fjögurra liða riðlum í keppninni 2012. Fyrir jafntefli í riðlakeppni var greidd hálf milljón evra, eða um 70 milljónir króna, og tvöfalt meira fyrir sigurleik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert