„Þetta er ótrúleg staða“

Emil Hallfreðsson með knöttinn.
Emil Hallfreðsson með knöttinn. mbl.is/Golli

„Þetta er ótrúleg staða sem við erum komnir í. Það vantar bara eitt stig til að tryggja sætið á EM, við eigum þrjá leiki eftir og tveir þeirra eru á heimavelli. Við förum ekkert að klúðra þessu núna. Það er bara ógerlegt.“

Þetta sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans til Ítalíu í gær. Emil varð að draga sig úr landsliðshópnum fyrir sigurleikinn gegn Hollandi í fyrrakvöld, og leikinn við Kasakstan annað kvöld, en hafði spilað alla leiki undankeppninnar fram að því.

Hann á við meiðsli að stríða og rær nú að því öllum árum að vera klár í slaginn í síðustu tveimur leikjum keppninnar, gegn Lettlandi og Tyrklandi í október. Hann segist hafa fundið fyrir blendnum tilfinningum á meðan hann horfði á Ísland vinna Holland 1:0, heima hjá sér á Ítalíu.

Sjá viðtal við Emil Hallfreðsson í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert