„Eigum að vera sterkasta liðið í þessum riðli“

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi að vera sterkasta liðið  sínum riðli í undankeppni EM í knattspyrnu sem hefst á næstunni. 

Á fimmtudaginn leikur Ísland vináttulandsleik gegn Slóvakíu en alvaran hefst á þriðjudaginn í næstu viku þegar liðið leikur sinn fyrsta leik í riðlinum á móti Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum. 

„Við eigum að vera sterkasta liðið í þessum riðli og eigum að fara áfram,“ sagði Sara meðal annars á landsliðsæfingu en landsliðið kom saman í dag. 

Lokakeppni EM verður í Hollandi sumarið 2017 en Ísland hefur komist í síðustu tvær lokakeppnir. 

Viðtalið við Söru er að finna í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði.

Sara Björk Gunnarsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert