Hannes vill hjálpa Hollandi

Hannes Þór Halldórsson, markvörður, fagnar að leikslokum eftir sigur á …
Hannes Þór Halldórsson, markvörður, fagnar að leikslokum eftir sigur á Hollandi í síðasta mánuði. mbl.is/Skapti Hallgrimsson

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, leikmaður NEC í Hollandi, segir í viðtali við hollenska vefmiðilinn voetbalprimeur.nl að hann mundi frekar vilja að Hollendingar tryggðu sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar en Tyrkir, og hann vill hjálpa til við það.

Tveir leikir eru eftir í undankeppninni og sem stendur eru Tyrkir í þriðja sætinu sem tryggir þátttökurétt í umspili, en Hollendingar eru tveimur stigum á eftir þeim. Ísland mætir einmitt Tyrkjum í lokaleiknum ytra þann 13. þessa mánaðar og vill Hannes geta hjálpað Hollendingum að ná þriðja sætinu.

Ef ég yrði að velja á milli kysi ég nú frek­ar að Hol­land spilaði á EM held­ur en Tyrk­land. Vegna þess að núna spila ég hér. Hol­lend­ing­ar verða að vinna síðustu tvo leik­ina. Við för­um í leik­inn gegn Tyrkjum af full­um þunga,“ sagði Hann­es, sem hef­ur fengið verðskuldað lof upp á síðkastið."

Ég hef aðeins fengið á mig þrjú mörk í átta leikjum í undankeppninni. Hvort það þýði að ég sé besti markvörðurinn í riðlinum veit ég ekki, en þú mátt skrifa það, það væri skemmtilegt,“ sagði Hannes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert