Tvær breytingar á byrjunarliði Íslands

Alfreð Finnbogason byrjar í dag.
Alfreð Finnbogason byrjar í dag. GLYN KIRK

Lars Lag­er­bäck og Heim­ir Hall­gríms­son, þjálf­ar­ar karla­landsliðs Íslands í knatt­spyrnu, gera tvær breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Lettum frá 0:0 jafnteflinu gegn Kasakstan í byrjun september.

Emil Hallfreðsson og Alfreð Finnbogason koma inn í liðið og í þeirra stað víkja Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, sem er í leikbanni, og Jón Daði Böðvarsson sem glímir við meiðsli og hefur lítið æft í vikunni.

Leikurinn gegn Lettum hefst klukkan 16.00 á Laugardalsvelli og er næstsíðasti leikurinn í undankeppninni en Ísland tryggði sér farðseðilinn á EM í Frakklandi í leiknum gegn Kasakstan.

Byrj­un­arlið Íslands: (4-4-2) Mark:Hann­es Þór Hall­dórs­son. Vörn: Birk­ir Már Sæv­ars­son, Kári Árna­son, Ragn­ar Sig­urðsson, Ari Freyr Skúla­son. Miðja: Jó­hann Berg Guðmunds­son, Emil Hallfreðsson, Gylfi Þór Sig­urðsson, Birk­ir Bjarna­son. Sókn: Alfreð Finnbogason, Kol­beinn Sigþórs­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert