„Þetta er mjög skrýtið“

Gylfi Þór Sigurðsson t.h.
Gylfi Þór Sigurðsson t.h. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið stórkostlega í íslenska landsliðsbúningnum alla undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Undankeppninni lýkur í kvöld þegar Ísland mætir Tyrklandi hér í Konya og getur tryggt sér efsta sæti A-riðils með sigri.

Gylfi getur enn fremur skorað sitt sjöunda mark í undankeppninni, en það hefur enginn Íslendingur afrekað í undankeppni stórmóts. Gylfi deilir metinu með Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði sex mörk í undankeppni HM 2006.

„Mér gengur mjög vel, og liðinu gengur mjög vel. Það hefur gengið afar vel hjá mér að skora, sérstaklega þar sem ég er miðjumaður, þannig að ég er mjög sáttur við mig. En maður vill enda þennan riðil vel og það er smásvekkelsi að hafa gert jafntefli í síðasta leik. Við getum bætt upp fyrir það núna,“ sagði Gylfi þegar Morgunblaðið settist niður með honum á hóteli landsliðsins í gær.

Gylfi er gríðarlegur keppnismaður, og það þurfti engar spurningar frá blaðamanni til að hann ræddi það hversu svekkjandi hefði verið að gera jafntefli við Lettland á laugardag. Þó að Ísland sé öruggt á EM vill Gylfi meira, efsta sæti A-riðils, og hann er mjög sannfærandi í tali sínu um það. Þá dugi ekki að spila gegn Tyrkjum eins og í seinni hálfleiknum gegn Lettlandi.

Ýtarlegt viðtal er við Gylfa í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert