Þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands

Ögmundur Kristinsson
Ögmundur Kristinsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ögmundur Kristinsson stendur í marki Íslands í kvöld í lokaumferð undankeppni EM karla í knattspyrnu, þegar liðið mætir Tyrklandi á Torku Arena í Konya.

Ögmundur tekur stað Hannesar Þórs Halldórssonar sem meiddist á æfingu á sunnudag. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson gera tvær breytingar til viðbótar, á byrjunarliðinu sem mætti Lettlandi á laugardag. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði snýr aftur úr leikbanni og tekur stöðu Emils Hallfreðssonar á miðjunni, og Jón Daði Böðvarsson hefur jafnað sig af meiðslum og tekur stöðu Alfreðs Finnbogasonar í fremstu víglínu.

Lið Íslands: (4-4-2) Mark: Ögmundur Kristinsson. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson.

Tyrkland - Ísland, bein lýsing

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert