Hólmfríður safnaði 1,8 milljónum króna

Kolfinna Rán og Hólmfríður Magnúsdóttir með 100 leikja treyjuna.
Kolfinna Rán og Hólmfríður Magnúsdóttir með 100 leikja treyjuna. Ljósmynd/Instagram

Uppboði á treyjunni sem Hólmfríður Magnúsdóttir klæddist þegar hún lék sinn 100. A-landsleik í knattspyrnu, lauk í dag.

Hólmfríður bauð upp treyjuna til að safna peningum til styrktar Kolfinnu Rán, tveggja og hálfs árs gamalli stelpu sem greindist með krabbamein í júní. Kolfinna Rán er dóttir þeirra Olgu Færseth og Pálínu Bragadóttur, sem Hólmfríður lék knattspyrnu með á sínum tíma.

Alls fengust 1.778.000 krónur fyrir treyjuna en hæsta boðið kom frá 160 einstaklingum og samtökum sem tóku sig saman. Um er að ræða samferðafólk Olgu og Pálu úr ýmsum áttum, samstarfsfélaga úr Kviku og MP banka, vini úr íþróttunum, fjölskyldurm þeirra sem og vini og félaga Hólmfríðar í Noregi. Þá lögðu sjö fyrirtæki sitt af mörkum í söfnunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert