Atburðarásin kom á óvart

Guðmundur Þórarinsson með treyju Nordsjælland.
Guðmundur Þórarinsson með treyju Nordsjælland. Ljósmynd/fcn.dk

Það kom flatt upp á flesta þegar Ólafi Helga Kristjánssyni, þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland, var sagt upp störfum í fyrradag. Uppsögnin kom í kjölfar eigendaskipta hjá félaginu og eftirmaður Ólafs var ráðinn Kasper Hjulmand en Ólafur tók einmitt við starfi hans hjá félaginu fyrir einu og hálfu ári, þegar Hjulmand fór til Þýskalands til að taka við liði Mainz.

„Ég hafði ekki heyrt neitt um þetta og þessi atburðarás varðandi breytt eignarhald og þjálfaraskiptin kom mér mjög á óvart,“ sagði Guðmundur Þórarinsson við Morgunblaðið í gær en hann er einn þriggja Íslendinga sem leika með Nordsjælland. Hinir tveir eru varnarmaðurinn Adam Örn Arnarson og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson.

„Ég var auðvitað steinhissa þegar ég las um þetta og fékk hálfgert sjokk. Svona fréttir eru alltaf mjög stórar,“ sagði Guðmundur, sem er staddur í fríi heima á Íslandi en vetrarhlé er skollið á í dönsku úrvalsdeildinni og þráðurinn verður ekki tekinn upp aftur fyrr en í lok febrúar þegar deildin fer af stað á ný.

Nánar er rætt við Guðmund í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert