Ingvar í markið í stað Gunnleifs

Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson. mbl.is/Eggert

Ein breyting hefur verið gerð áður tilkynntu byrjunarliði Íslands sem mætir Finnlandi í vináttulandsleik í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag.

Gunnleifur Gunnleifsson sem átti að verja mark íslenska liðsins á við meiðsli að stríða í baki og verður hann ekki með í leiknum í dag. Ingvar Jónsson mun því standa vaktina í markinu og spilar hann sinn þriðja A-landsleik.

Byjunarlið Íslands lítur þá þannig út:

Markvörður

Ingvar Jónsson (uppfært)

Hægri bakvörður

Haukur Heiðar Hauksson

Vinstri bakvörður

Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðverðir

Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen

Miðjumenn

Eiður Smári Guðjohnsen (fyrirliði) og Rúnar Már Sigurjónsson

Hægri kantmaður

Theodór Elmar Bjarnason

Vinstri kantmaður

Arnór Ingvi Traustason

Framherjar

Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Viðar Örn Kjartansson

Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma og verður leiknum lýst í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert