Ungir nýliðar mæta Pólverjum

Málfríður Erna Sigurðardóttir er leikreyndasti leikmaður landsliðshópsins og gæti spilað …
Málfríður Erna Sigurðardóttir er leikreyndasti leikmaður landsliðshópsins og gæti spilað sinn fyrsta landsleik síðan í október 2011. mbl.is/Eva Björk

Freyr Alexandersson hefur valið 17 manna hóp fyrir leik A-landsliðs kvenna í knattspyrnu gegn Póllandi í Nieciecza í Póllandi sem fram fer á sunnudaginn.

Um vináttulandsleik er að ræða sem er hluti af undirbúningi landsliðsins fyrir næstu leiki í undankeppni EM.

Leikmennirnir spila allir með íslenskum félagsliðum og eru margir hverjir ungir og með litla reynslu af því að tilheyra landsliðinu. Alls eru sex leikmenn í hópnum sem gætu spilað sinn fyrsta A-landsleik. Reyndasti maður liðsins er Málfríður Erna Sigurðardóttir sem gæti spilað sinn 23. landsleik, en hún lék síðast með landsliðinu árið 2011.

Leikmannahópurinn:
(Fjöldi landsleikja nefndur fyrst)
0 - Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki
1 - Guðrún Arnardóttir, Breiðabliki
22 - Málfríður Erna Sigurðardóttir, Breiðabliki
0 - Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki
1 - Svava Rós Guðmundsdóttir, Breiðabliki
9 - Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Fylki
0 - Eva Núra Abrahamsdóttir, Fylki
0 - Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
10 - Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi
0 - Hrafnhildur Hauksdóttir, Selfossi
7 - Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni
8 - Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Stjörnunni
0 - Berglind Hrund Jónasdóttir, Stjörnunni
7 - Arna Sif Ásgrímsdóttir, Val
12 - Elín Metta Jensen, Val
21 - Elísa Viðarsdóttir, Val
9 - Thelma Björk Einarsdóttir, Val

Andrea, Hrafnhildur og Berglind eru yngstar í hópnum, fæddar árið 1996. Svava Rós, Guðrún og Elín Metta fæddar 1995, og þær Eva Núra, Sigríður Lára, Guðmunda, Anna María fæddar árið 1994.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert