Skoti til Keflvíkinga

Þorvaldur Örlygsson þjálfar Keflvíkinga.
Þorvaldur Örlygsson þjálfar Keflvíkinga. mbl.is/Eggert

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við skoskan varnarmann, Marc McAusland, sem mun leika með liðinu næstu tvö árin. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

McAusland er 27 ára gamall og hefur æft með Keflavíkurliðinu að undanförnu. Hann hefur leikið með St. Mirrern, Queen of the South og Dunfermline en hann á að baki um 200 leiki í skosku deildakeppninni. Þar af eru 99 úrvalsdeildarleikir með St. Mirren en þar lék hann síðast tímabilið 2014-15. Á síðasta tímabili lék hann með Dunfermline í C-deildinni.

McAusland er sjötti leikmaðurinn sem Keflvíkingar fá til sín í vetur en þessar breytingar hafa að öðru leyti orðið á liði þeirra eftir að Þorvaldur Örlygsson tók við sem þjálfari að loknu síðasta tímabili:

Komnir:

22.2. Axel Kári Vign­is­son frá HK
22.2. Ási Þór­halls­son frá Sindra
22.2. Beit­ir Ólafs­son frá HK
22.2. Guðmund­ur Magnús­son frá HK
22.2. Jón­as Guðni Sæv­ars­son frá KR

Farnir:

22.2. Sindri Snær Magnús­son í ÍBV
06.2. Mart­in Hum­mervoll í norskt fé­lag
30.10. Paul Big­not í enskt fé­lag
17.10. Samu­el Jimé­nez í spænskt fé­lag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert