Dyggustu þjónarnir í deildinni

Hallur Hallsson hóf að spila með Þrótti á síðustu öld …
Hallur Hallsson hóf að spila með Þrótti á síðustu öld og er enn með liðinu í sumar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Stundum er um það rætt og eflaust má styðja það rökum, að knattspyrnumenn séu frekar á faraldsfæti nú en fyrr á tímum. Þó leynast hins vegar í flestum félögum menn sem kalla mætti „dygga þjóna“, leikmenn sem sýnt hafa sínu félagi hollustu og spilað fjölda leiktíða í búningi þess, og gildir þá einu hvort um er að ræða sigursæl lið eða ekki.

Morgunblaðið tók saman lista yfir þá leikmenn í liðunum tólf í Pepsi-deildinni, sem reynst hafa dyggustu þjónarnir, af núverandi leikmönnum liðanna. Listinn sýnir þá þrjá leikmenn sem spilað hafa flesta deildaleiki fyrir hvert félag, og við yfirferð hans er margt sem gæti vakið athygli.

Sá leikmaður sem sker sig úr hvað það varðar að sýna sínu félagi hollustu, er 36 ára fyrirliði nýliða Þróttar, Hallur Hallsson. Hann á flesta leiki að baki fyrir sitt núverandi félag, alls 252 deildaleiki, en næstur honum kemur Atli Viðar Björnsson, sem þrátt fyrir að vera uppalinn á Dalvík hefur leikið 223 deildaleiki fyrir FH, skorað urmul marka og fagnað fjölda titla með liðinu.

Í 40 síðna fótboltablaði Morgunblaðsins í dag er ítarleg umfjöllun um „dyggustu þjónana“ í hverju liði Pepsi-deildar karla og farið yfir hvaða þrír leikmenn hafa spilað lengst með hverju liði deildarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert