Jákvætt að skapa sér færi

„Það er auðvitað svekkelsi að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Blika eftir 1:2 tap fyrir Víkingum frá Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Arnar tók út leikbann og var því ekki á bekknum hjá sínu liði. „Við stjórnuðum leiknum svo til frá byrjun en gekk lítið að skapa okkur færi í fyrri hálfleiknum, en það kom svo sannarlega í eþim síðari. Þá fengum við fullt af færum og það er jákvætt að skapa sér færi,“ sagði Arnar.

Hann sagði Blika hafa verið betra liðið en „fótboltinn er stundum svona og það gerir hann skemmtilegan. Það er ekki alltaf nóg að stjórna leiknum og vera betri aðilinn,“ sagði þjálfarinn sem verður einnig í banni í næstu umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert