Smellhitti

„Ég smellhitti og það var ljúft að sjá boltann í netinu,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkinga eftir 1:2 sigur á Blikum á Kópavogsvelli í fyrstu umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

„Það var eins gott að ég hitti því annars hefði ég fengð að heyra það hjá Tokic. En hann er sáttur núna og brosir. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum en svo datt aðeins botninn úr þessu hjá okkur eftir hlé enda komu Blikar mjög grimmir til leiks.

Við erum að sjálfsögðu sáttir með þrjú stigin því Blikar voru betri en við. En það segir ekkert því það eru stigin sem telja, sama hvernig þau eru fengin,“ sagði fyrirliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert