Fylkir fær markvörð frá Reading

Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður Fylkis fær samkeppni næstu vikurnar.
Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður Fylkis fær samkeppni næstu vikurnar. mbl.is/Golli

Fylkismenn hafa fengið markvörðinn Lewis Ward lánaðan frá enska knattspyrnufélaginu Reading í tæplega tvo mánuði, eða til 26. júní.

Reading greindi frá þessu á vef sínum í kvöld. Ward er 19 ára gamall og hefur spilað talsvert með 21-árs liði félagsins, og er nýbúinn að gera nýjan samning.

Fylkismenn eru aðeins með einn markvörð, Ólaf Íshólm Ólafsson, en markvarðaþjálfarinn Jóhann Ólafur Sigurðsson var varamarkvörður liðsins í fyrsta leik Íslandsmótsins, gegn Stjörnunni, um síðustu helgi.

„Ánægður með að hafa verið lánaður til Fylkis. Góð fyrsta æfing með liðinu og ég hlakka til næstu vikna!" skrifaði Ward á Twitter í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert