Alexander í Breiðablik

Alexander og Arnar Grétarsson handsala samninginn í dag.
Alexander og Arnar Grétarsson handsala samninginn í dag. Ljósmynd/Blikar.is

Miðjumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson er genginn í raðir uppeldisfélagsins síns Breiðabliks í efstu deild karla í knattspyrnu og semur við liðið til þriggja ára. Þetta kemur fram á vef Breiðabliks, Blikar.is.

Alexander er tvítugur að aldri og spilar sem djúpur miðjumaður en hann kemur til Breiðabliks frá hollenska félaginu AZ Alkmaar þar sem hann hefur verið á samningi frá 2013. 

Alexander hefur leikið 10 leiki með U17-ára landsliðinu og átta leiki með U19 ára landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert