Tveir Stjörnumenn í Fjarðabyggð

Jón Arnar Barðdal í leik meö Stjörnunni.
Jón Arnar Barðdal í leik meö Stjörnunni. mbl.is/Styrmir Kári

Fjarðabyggð hefur fengið góðan liðsauka fyrir baráttuna í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, en tveir leikmenn Stjörnunnar eru farnir austur sem lánsmenn.

Það eru sóknarmaðurinn Jón Arnar Barðdal, sem lék fimm leiki með Stjörnunni í úrvalsdeildinni í fyrra og skoraði eitt mark en var síðan lánaður  til Þróttar í Reykjavík, og markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson, sem lék í markinu gegn Fylki í fyrstu umferð deildarinnar um síðustu helgi en víkur nú fyrir jamaíska landsliðsmarkverðinum Duwayne Kerr.

Þetta er talsverður styrkur fyrir Fjarðabyggð sem mætir Hugin frá Seyðisfirði í nágrannaslag í fyrstu umferð 1. deildarinnar í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á morgun.

Leikmannahópur Fjarðabyggðar hefur tekið miklum breytingum frá síðasta tímabili en þessir hafa komið og farið frá liðinu:

KOMNIR:

  7.5. Jón Arnar Barðdal frá Stjörnunni (lán)

  7.5. Sveinn Sigurður Jóhannesson frá Stjörnunni (lán)
  5.5. Emil Stefánsson frá FH (lán) (var í láni frá FH 2015)
28.4. Loic Mbang Ondo frá BÍ/Bolungarvík

19.3. Cristian Puscas frá Metalul Resita (Rúmeníu)

26.2. Oumaro Coulibaly frá Chievo Verona (Ítalíu)

24.2. José Embaló frá Rapid Búkarest (Rúmeníu)
24.2. Sverrir Mar Smárason frá ÍA (lék með Kára 2015)
22.2. Haraldur Þór Guðmundsson frá Leikni F.
22.2. Marteinn Þór Pálmason frá Leikni F.
22.2. Sævar Örn Harðarson frá Elliða
22.2. Víglundur Páll Einarsson frá Einherja
16.10. Aron Gauti Magnússon frá Hetti (úr láni)
16.10. Haraldur Bergvinsson frá Sindra (úr láni)
16.10. Hlynur Bjarnason frá Leikni F. (úr láni)

FARNIR:

  7.4. Carl Oscar Anderson í sænskt félag
  5.4. Sveinn Fannar Sæmundsson í danskt félag

11.3. Amir Mehica í Leikni F.
  4.3. Viktor Örn Guðmundsson í KV

22.2. Brynjar Jónasson í Þrótt  R.

22.2. Elvar Ingi Vignisson í ÍBV
22.2. Hafþór Þrastarson í Fram
19.2. Kile Kennedy í ástralskt félag
16.10. Bjarni Mark Antonsson í KA (úr láni)
16.10. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson í FH (úr láni)
16.10. Ólafur Örn Eyjólfsson í Víking R. (úr láni)
16.10. Viðar Þór Sigurðsson í KR (úr láni)
08.10. Nik Chamberlain í enskt félag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert