Jafntefli í rokinu í Kópavogi

Sandra Stephany Gutierrez sækir að vörn Blika á Kópavogsvellinum í …
Sandra Stephany Gutierrez sækir að vörn Blika á Kópavogsvellinum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik og Þór/KA gerðu jafntefli, 1:1, í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Kópavogi í dag. Breiðablik er með 5 stig eftir þrjá leiki en Þór/KA er með 4 stig.

Fyrri hálfleikur var rólegur en liðin skoruðu þó sitt hvort markið. Svava Rós Guðmundsdóttir kom heimastúlkum yfir um miðjan fyrri hálfleikinn eftir sendingu frá Fanndísi Friðriksdóttur.

Anna Rakel Pétursdóttir jafnaði metin fyrir Þór/KA á 35. mínútu. Hún fékk sendingu frá Stephany Mayor sem náði boltanum eftir að Sonný í marki Breiðabliks missti boltann frá sér. Staðan 1:1 að loknum fyrri hálfleik.

Það blés hressilega í fyrri hálfleik og vindurinn jókst í þeim síðari. Leikurinn var hins vegar áfram með rólegasta móti. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og 1:1 jafntefli því niðurstaðan.

Breiðablik 1:1 Þór/KA opna loka
90. mín. Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA) fær gult spjald Fyrir brot.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert