Fara alltaf erfiðu leiðina

Guðmunda Brynja Óladóttir.
Guðmunda Brynja Óladóttir. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta byrjar alls ekki auðveldlega en við höfum alltaf þurft að fara erfiðu leiðna í úrslitaleikinn síðustu ár, þannig að við erum bara ánægðar með að fá að mæta Val,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss um niðurstöðu dráttarins í 16-liða úrslit Borgunarbikars kvenna en Valur sækir Selfyssinga heim.

Selfoss vann silfurverðlaun í bikarkeppninni síðustu tvö ár og beið liðið lægri hlut fyrir Stjörnunni í bæði skiptin. Selfyssingar vilja hefna sín þegar hefndin er sætust, í úrslitunum.

„Okkur langar náttúrulega mest til að mæta Stjörnunni á Laugardalsvelli og vinna þær þar. Markmiðið er klárlega að fara í úrslitaleikinn, en fyrst þurfum við að vinna Val. Þær eru með mjög gott lið og sterka einstaklinga. Þetta verður erfitt en skemmtilegt verkefni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert