Grótta og Fram áfram í bikarnum

Haukur Lárusson, leikmaður Fram, í leik liðsins gegn KA.
Haukur Lárusson, leikmaður Fram, í leik liðsins gegn KA. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Grótta og Fram tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu með sigrum í viðureignum sínum í kvöld. Grótta átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Augnablik að velli, en lokatölur í þeim leik urðu 6:1 Gróttu í vil. Fram vann svo 2:0 sigur gegn HK. 

21.00. Leik lokið í Laugardalnum með 2:0 sigri Fram. 

20.45. Leik lokið í Safamýrinni með öruggum 6:1 sigri Gróttu sem er þar af leiðandi komin áfram í 16 liða úrslit keppninnar.

20.45. MARK. Grótta - Augnablik, 6:1. Pétur Steinn Þorsteinsson rekur síðasta naglann í líkkistu Augnabliks með sjötta marki Gróttu í leiknum. 

20.33. MARK. Fram - HK, 2:0. Ivan Parlov kemur Fram tveimur mörkum yfir, en Parlov er nýkominn inná sem varamaður. 

20.28. MARK. Grótta - Augnablik. Grótta gengur á lagið og Markús Andri Sigurðsson skorar annað mark sitt í leiknum og fimmta mark Gróttu. 

20.07. MARK. Grótta - Augnablik, 4:1. Viktor Smári Segatta fer langt með að tryggja Gróttu sæti í 16 liða úrslitum keppninnar með fjórða marki liðsins. 

20.03. MARK. Grótta - Augnablik, 3:1. Líkt og í fyrri hálfleik skorar Grótta á þriðju mínútu hálfleiksins. Markús Andri Sigurðsson tvöfaldar forystu Gróttu og spurning hvort Augnablki takist að koma til baka. 

20.00. Hálfleikur í leik Fram og HK. Staðan er 1:0 fyrir Fram, en það var Ivan Bubalo sem skoraði mark Fram. 

19.45. Hálfleikur í leik Gróttu og Augnabliks. Grótta er 2:1 yfir í hálfleik. 

19.44. MARK. Fram - HK, 1:0. Ivan Bubalo kemur Fram yfir eftir frábæran undirbrúning frá Helga Guðjónssyni. Helgi átti góðan sprett upp vinstri vænginn þar sem  hann lék á nokkra varnarmenn HK. Helgi sendi síðan boltann á Bubalo sem skoraði með skoti af stuttu færi. 

19.41. Sigurði Sæberg Þorsteinssyni, leikmanni Augnabliks, er vikið af velli með rauðu spjaldi. 

19.21. HK er að sækja í sig veðrið í Laugardalnum.  Ísak Óli Helgason fær aukaspyrnu í góðu skotfæri, en skot hans úr aukaspyrnunni er beint á markið og Stefano Layeni, markvöður Fram ver. 

19.20. MARK. Grótta - Augnablik, 2:1. Markaveislan heldur áfram í Safamýrinni. Grótta er komin yfir á nýjan leik og að þessu sinni er það Ásgrímur Gunnarsson sem skorar fyrir Seltirninga. 

19.17. Fram hefur leikinn betur í Laugardalnum og hefur fengið tvö fín færi á upphafsmínútum leiksins. 

19.15. Leikur Fram og HK er hafinn. 

19.04. MARK. Grótta - Augnablik, 1:1. Adam er ekki lengi í paradís hjá Gróttu. Hreinn Bergs jafnar metin fyrir Augnablik einungis mínútu eftir að Grótta komst yfir. Augnablik ætlar greinilega að láta Gróttu hafa fyrir hlutunum í þessum leik.  

19.03. MARK. Grótta - Augnablik, 1:0. Óskabyrjun hjá Gróttu á heimavelli sínum til bráðabirgða í Safamýrinni. Pétur Theódór Árnason kemur Gróttu yfir strax í upphafi leiksins. 

19.00. Leikur Gróttu og Augnabliks er hafinn. 

Byrjunarlið Gróttu: Sveinbjörn Ingi Grímsson - Arnar Þór Helgason, Guðmundur Marteinn Hannesson, Snorri Páll Blöndal, Pétur Theódór Árnason, Pétur Steinn Þorsteinsson, Halldór Kristján Baldursson, Bjarni Rögnvaldsson, Ásgrímur Gunnarsson, Viktor Smári Segatta, Markús Andri Sigurðsson,

Byrjunarlið Augnabliks: Gunnar Geir Gunnlaugsson - Hreinn Bergs, Andri Valgeirsson, Styrmir Másson, Jón Viðar Guðmundsson, Andri Þór Helgason, Bjarki Eldjárn Kristjánsson, Hrafnkell Freyr Ágústsson, Jón Björgvin Hermannsson, Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Atli Valsson.

Byrjunarlið Fram: Stefano Layeni - Sigurpáll Melberg Pálsson, Indriði Áki Þorláksson, Ivan Parlov, Hlynur Atli Magnússon, Ingiberg Ólafur Jónsson, Arnór Daði Aðalsteinsson, Hafþór Þrastarson, Ivan Bubalo, Helgi Guðjónsson, Rúrik Andri Þorfinnsson.

Byrjunarlið HK: Arnar Freyr Ólafsson - Guðmundur Þór Júlíusson, Ingimar Elí Hlynsson, Ragnar Leósson, Ísak Óli Helgason, Teitur Pétursson, Atli Már Þorbergsson, Árni Arnarson, Jökull I. Elísabetarson, Reynir Haraldsson, Fannar Freyr Gíslason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert