Margrét gerði uppeldisfélaginu grikk

Margrét Lára Viðarsdóttir á hér í höggi við tvo varnarmenn …
Margrét Lára Viðarsdóttir á hér í höggi við tvo varnarmenn ÍBV á Hásteinsvelli í kvöld. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

Valur sótti þrjú mikilvæg stig til Vestmannaeyja í kvöld þegar þær unnu 1:0 gegn ÍBV í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna. Margrét Lára skoraði sigurmarkið gegn sínu uppeldisfélagi.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en vindurinn sem var í Vestmannaeyjum setti mikið strik í reikninginn.

Eina mark leiksins kom á 33. mínútu leiksins þegar Valskonur áttu innkast sem kastað var inn í vítateig ÍBV og boltinn skallaður fyrir fætur Margrétar Láru sem setti boltann auðveldlega í netið.

Í seinni hálfleik gerðist ekki mikið en hvorugt liðið skapaði sér nokkuð að viti og var sigur Vals því sanngjarn.

Þetta var fyrsti sigur Vals í Pepsi-deildinni í ár. En þær eru núna komnar með fimm stig eftir þrjá leiki en ÍBV einungis með þrjú stig eftir þrjá leiki.

ÍBV 0:1 Valur opna loka
90. mín. Leik lokið Sanngjarn sigur Vals!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert