„Ætluðum að freista þess að jafna“

„Við vorum flottir í seinni, við vorum ekkert frábærir í fyrri hálfleik því þar fékk ÍBV of mörg færi að mínu mati,“ sagði Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins, eftir 2:0-tap gegn ÍBV í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í Vestmannaeyjum í kvöld.

ÍBV vann leikinn með tveimur góðum mörkum. Charles Vernam og Bjarni Gunnarsson sáu til þess að ÍBV færi örugglega áfram en heimamenn voru með leikinn í höndum sér allan tímann.

„Við ætluðum að freista þess að jafna því sá sem tapar hér í kvöld er úr leik, þannig að það er bara að taka séns,“ sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Knattspyrnuliðs Hugins á Seyðisfirði
Knattspyrnuliðs Hugins á Seyðisfirði Ljósmynd/Ómar Bogason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert