Bæði hraustur og klókur

Damir Muminovic til varnar gegn Kennie Chopart í leiknum við …
Damir Muminovic til varnar gegn Kennie Chopart í leiknum við KR á sunnudagskvöld. Ófeigur Lýðsson

Damir Muminovic fékk víða lof fyrir frammistöðu sína með Breiðabliki gegn KR í 5. umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu og Morgunblaðið tekur hann til umfjöllunar að lokinni umferðinni enda fékk hann MM í einkunnagjöf blaðsins. Damir var sterkur í miðvarðarstöðunni og Blikar héldu marki sínu hreinu og náðu í þrjú stig með 1:0 sigri. Urðu jafnframt fyrstir til að vinna KR í sumar.

„Damir sýndi hvað hann getur á móti KR. Hann spilaði í raun af sinni getu því hann er í háum gæðaflokki sem miðvörður í íslensku deildinni. Hann átti mjög góðan leik og þótt félagi hans í vörninni, Elfar Freyr, hafi þurft að fara af velli hélt Damir bara sínu striki. Viktor Örn kom inn á og aðlagaðist strax. Þeir náðu mjög vel saman og Damir verðskuldar að vera valinn leikmaður umferðarinnar,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörðurinn reyndi hjá Breiðabliki, þegar Morgunblaðið spurði hann út í Damir.

Gunnleifur vinnur náið með miðvörðunum eins og markverðir gera. Hann segir Damir hafa ýmsa eiginleika sem komi sér vel í hjarta varnarinnar.

„Hann hefur góðan skrokk í þetta. Er hávaxinn, líkamlega sterkur og fljótur. Mér finnst hans stærsti kostur þó vera hversu vel hann les leikinn. Damir er ótrúlega klókur í að lesa sendingar andstæðingana, staðsetja sig rétt og verður bara betri og betri,“ benti Gunnleifur á.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag, þar sem einnig má sjá úrvalslið 5. umferðar og fróðleiksmola um umferðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert