Eggert snýr ekki aftur til Skotlands

Eggert Gunnþór Jónsson, til hægri, í leik með Fleetwood Town.
Eggert Gunnþór Jónsson, til hægri, í leik með Fleetwood Town. Ljósmynd/Fleetwoodtownfc.com

Útlit er fyrir að skosku úrvalsdeildarliðin Dundee og St Johnstone reyni ekki að fá íslenska landsliðsmanninn Eggert Gunnþór Jónsson í sínar raðir.

Eggert er á förum frá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town eftir eins árs veru. Hann mun þá að öllum líkindum ekki snúa aftur til Skotlands, en hann lék fyrir úrvalsdeildarliðið Hearts í sjö ár áður en hann gekk til liðs við Wolves í Englandi. Eggert hefur flakkað á milli liða síðan þá, en hann lék einnig fyrir Belenenses í Portúgal og Vestsjælland í Danmörku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert