Fyrsti sigur Fylkis í sumar

Oddur Ingi Guðmundsson í baráttu við Guðjón Árna Antoníusson og …
Oddur Ingi Guðmundsson í baráttu við Guðjón Árna Antoníusson og Magnús Þóri Matthíasson. mbl.is

Í kvöld mættust Keflavík og Fylkir í Borgunarbikarnum og augljóslega eftirvænting í Keflavíkinni að etja kappi við Pepsi-deildarlið.  Fyrir leik höfðu liðin mæst þrisvar í bikarkeppninni og Keflavík hafði alltaf haft betur. Fylkir hafði betur, 2:1, eftir nokkuð skemmtilegan leik.

Leikurinn var frekar daufur framan af en undir lok fyrri hálfleiks voru það Fylkismenn sem settu mörk. Fyrst á 37. mínútu var það Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði liðsins sem skoraði og svo tæplega 5 mínútum síðar var það Víðir Þorvarðason sem skoraði fram hjá Beiti Ólafssyni í marki Keflavíkur og staðan því 0:2 í hálfleik.

Keflvíkingar náðu að skapa sér ágætis færi í seinni hálfleik og næst því að skora komst Einar Orri Einarsson með góðu skoti sem fór rétt yfir markið. Á 90. mínútu var dæmt víti á þá Fylkismenn eftir darraðardans í teignum og harða hríð Keflvíkinga að marki Fylkis. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði úr vítinu en lengra komust Keflvíkingar ekki og eru því úr leik í Borgunarbikarnum í ár. 

Keflavík 1:2 Fylkir opna loka
90. mín. Guðmundur Magnússon (Keflavík) á skot sem er varið Frábær markvarsla frá Ólafi enn eitt skiptið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert