FH skoraði níu og Blikar unnu á Nesinu

Þóarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður FH, í baráttu við leikmann KF …
Þóarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður FH, í baráttu við leikmann KF í leik liðanna í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

FH og Breiðablik áttu ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu í kvöld.

Íslandsmeistarar FH tóku 2. deildarlið KF í kennslustund í Krikanum en lokatölur urðu, 9:0. Steven Lennon, Emil Pálsson, Jeremy Serwy og Pétur Viðarsson skoruðu tvö mörk hver og Grétar Snær Gunnarsson eitt. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir FH algjörir en staðan eftir fyrri hálfleikinn var, 5:0.

Breiðablik sótti 4. deildarlið Kríunnar heim á Valhúsarvöll á Seltjarnarnesi og hafði betur, 3:0. Það tók þó Blikanna 56 mínútur að brjóta ísinn en Guðmundur Atli Steinþórsson, hinn 16 ára gamli Ágúst Eðvald Hlynsson og Arnþór Ari Atlason settu mörkin fyrir Blikanna.

Úrslitin:

FH - KF, 9:0 (leik lokið)
Kría - Breiðablik, 0:3 (leik lokið)

Bein lýsing:

21.18 Leik FH og KF er lokið með 9::0 sigri FH-inga.

21.15 MARK. FH - KF, 9:0. Mörkunum rignir inn í Krikanum og Pétur Viðarsson var að skora sitt annað mark og koma FH í 9:0.

21.04 MARK. FH - KF, 8:0. FH-ingar ætla sér að ná tveggja stafa tölu. Pétur Viðarsson, nýkominn frá Ástralíu, var að skora áttunda mark Íslandsmeistaranna.

21.00 Leik Kría og Breiðabliks er lokið með 3:0 sigri Blikanna.

21.00 MARK. FH - KF, 7:0. Markaveislan heldur áfram í Krikanum. Emil Pálsson var að skora 7. mark FH-inga og sitt annað í leiknum.

20.55 MARK. Kría - Breiðablik, 0:3. Blikarnir eru að gulltryggja sigurinn en Arnþór Ari Atlason var að bæta þriðja markinu við með skalla eftir hornspyrnu.

20.53 MARK. FH - KF, 6:0. FH-ingar halda áfram að skora í Krikanum og nú var það varamaðurinn Grétar Snær Gunnarsson.

20.38 MARK. Kría - Breiðablik, 0:2. Blikarnir eru að gera út um leikinn gegn 4. deildarliðinu en Ágúst Eðvald Hlynsson var að bæta við öðru marki fyrir Kópavogsliðið en hann varð 16 ára gamall í marsmánuði.

20.30 Síðari hálfleikur er hafinn í leik FH og KF.

20.28 MARK. Kría - Breiðablik, 0:1. Það tók Blika 56 mínútur að brjóta ísinn og markið skoraði framherjinn Guðmundur Atli Steinþórsson eftir sendingu frá Arnóri Sveini Aðalsteinssyni.

20.16 Það er búið að flauta til hálfleiks í Krikanum þar sem Íslandsmeistarar FH eru með 5:0 forystu. Langt kvöld framundan hjá leikmönnum KF

20.13 Síðari hálfleikur er hafinn á Nesinu þar sem staðan er markalaus.

20.07 MARK. FH - KF, 5:0. Jeremy Serwy skorar sitt annað mark eftir sendingu frá Emil Pálssyni. Þetta gæti endað í tveggja stafa tölu!

20.00. Hálfleikur á Valhúsavelli. Staðan er markalaus í leik Kríu og Breiðabliks. 

20.00. MARK. FH - KF, 4:0. Jeremy Serwy skorar með skoti í autt markið. Halldór Ingvar Guðmundsson, markvörður KF, ver skot Steven Lennon, en boltinn hafnar fyrir fótum Serwy sem á ekki í nokkrum erfiðleikum með að skora fjórða mark FH í leiknum. 

19.54. MARK. FH - KF, 3:0. Steven Lennon skorar annað mark sitt í leiknum og þriðja mark FH. Lennon nýtti sér mistök í vörn KF, komst einn gegn Halldóri Ingvari Guðmundssyni, markverði KF og skoraði með hnitmiðuðu skoti. Markaregnið heldur áfram í Kaplakrika. 

19.45. MARK. FH - KF, 2:0. FH-ingar hamrar járnið meðan það er heitt og nú er það Emil Pálsson sem skorar með skoti af stuttu færi. Boltinn fellur fyrir fætur Emils eftir skalla Bergveins Ólafssonar eftir hornspyrnu og Emil skorar af öryggi. 

19.43. MARK. FH - KF, 1:0. Steven Lennon kemur FH yfir með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var vegna þess að Einar Ingi Jóhannsson, dómari leiksins, mat það að varnarmaður KF hafi handleikið knöttinn inna vítateigs.

19.30. Leikur FH og KF er hafinn á Kaplakrikavelli.   

19.15. Leikur Kríu og Breiðabliks er hafinn á Valhúsahæð á Seltjarnarnesinu. 

0. Leik FH og KF seinkar um stundarfjórðung og hefst klukkan 19:30 sökum þess að rútan sem flutti KF á leikstað tafðist á leiðinni suður vegna veðurs og var að koma í Kaplakrika rétt í þessu.

0. Byrjunarlið Breiðabliks er mikið breytt frá leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. 

0. Kristján Finnbogi Finnbogason tekur sæti Gunnars Nielsen í marki FH. Kassim Doumbia er ekki í leikmannhópi FH vegna meiðsla, en Pétur Viðarsson leikur sinn fyrsta leik fyrir FH í sumar og Atli Viðar Björnsson kemur inn í leikmannhópinn að nýju eftir að hafa glímt við meiðsli. 

Byrjunarlið FH: Kristján Finnbogi Finnbogason - Bergsveinn Ólafsson, Steven Lennon, Emil Pálsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Pétur Viðarsson, Sonni Ragnar Nattestad, Kristján Flóki Finnbogason, Böðvar Böðvarsson, Jeremy Serwy, Brynjar Ásgeir Guðmundsson. 

Byrjunarlið KF: Halldór Ingvar Guðmundsson - Baldvin Ingimar Baldvinsson, Tryggvi Þór Logason, Hilmar Símonarson, Örn Elí Gunnlaugsson, Andri Freyr Sveinsson, Grétar Áki Bergsson, Zady Moise Gnenegbe, Valur Reykjalín Þrastarson, Sveinn Helgi Karlsson, Friðrik Örn Ásgeirsson.

Byrjunarlið Kríu: Jón Ívan Rivine - Valtýr Bjarnason, Sigurður Egilsson, Garðar Guðnason, Davíð Fannar Ragnarsson, Lárus Brynjar Bjarnason, Snæbjörn Ásgeirsson, Björn Orri Hermannsson, Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Örn Árnason, Hafsteinn Bjarnason.

Byrjunarlið Breiðabliks: Aron Snær Friðriksson - Kári Ársælsson, Atli Sigurjónsson, Óskar Jónsson, Ágúst Eðvald Hlynsson, Guðmundur Atli Steinþórsson, Viktor Örn Margeirsson, Ellert Hreinsson, Alexander Helgi Sigurðarson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Guðmundur Friðriksson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert