Keflavík og Fylkir sektuð

Fylkir fékk sekt vegna slæmrar hegðunar Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara karlaliðs …
Fylkir fékk sekt vegna slæmrar hegðunar Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara karlaliðs félagsins í knattspyrnu. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnudeildir Keflavíkur og Fylkis voru úrskurðaðar til þess að greiða 75.000 krónur í sekt á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudaginn. Sektin er til komin vegna framkomu þjálfara karlaliða félaganna, þeirra Þorvaldar Örlygssonar og Hermanns Hreiðarssonar.

Þorvaldur sló Reyni Leósson, þjálfara HK, á viðkvæman stað eftir leik liðanna í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar og tók Hannes Gústafsson, stjórnarmann ÍBV, hálstaki eftir leik liðanna í Pepsi-deildinni á dögunum.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði málum ofangreindra þjálfara til aga- og úrskurðarnefndar í samræmi við grein 21.1 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og niðurstaða aga- og úrskurðarnefndarinnar var að sekta viðkomandi félög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert