KR aldrei fallið út svona snemma

Skúli Jón Friðgeirsson og Selfyssingarnir Richard Sæþór Sigurðsson og Arnar …
Skúli Jón Friðgeirsson og Selfyssingarnir Richard Sæþór Sigurðsson og Arnar Logi Sveinsson í bikarslagnum í gærkvöld. Arnar skoraði sigurmark Selfyssinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KR er bæði sigursælasta félagið í sögu bikarkeppni karla í knattspyrnu og það lið sem hefur sett mestan svip á keppnina undanfarinn áratug. Það hefur aldrei áður gerst að KR hafi ekki komist í sextán liða úrslitin, en til þeirra verður dregið á morgun.

KR hefur fjórtán sinnum orðið bikarmeistari og þar af þrisvar á undanförnum fimm árum. Félagið hefur tekið þátt í fimm af síðustu sex úrslitaleikjum keppninnar og komist í undanúrslitin átta ár í röð.

En tapið óvænta  gegn Selfossi í gærkvöld, 1:2 á KR-vellinum, gerir að verkum að þetta tímabil er það versta í sögu félagsins hvað bikarkeppnina varðar. 

Fram að árinu 2006 fóru lið efstu deildar beint í 16 liða úrslit, en í takti við fjölgun í efstu deild úr tíu í tólf var bikarkeppninni breytt á þann veg að þau hæfu keppni í 32 liða úrslitum.

KR vann bikarkeppnina árið 1999, þá í tíunda skipti, en árangur liðsins í keppninni frá þeim tíma er sem hér segir:

2000 - 16-liða úrslit
2001 - 16-liða úrslit
2002 - 16-liða úrslit
2003 - Undanúrslit
2004 - 8-liða úrslit
2005 - 8-liða úrslit
2006 - Silfurverðlaun
2007 - 16-liða úrslit
2008 - Bikarmeistari
2009 - Undanúrslit
2010 - Silfurverðlaun
2011 - Bikarmeistari
2012 - Bikarmeistari
2013 - Undanúrslit
2014 - Bikarmeistari
2015 - Silfurverðlaun
2016 - 32-liða úrslit

Óskar Örn Hauksson sækir að marki Selfyssinga þar sem fyrirliðinn …
Óskar Örn Hauksson sækir að marki Selfyssinga þar sem fyrirliðinn Stefán Ragnar Guðlaugsson er til varnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert