Sextán ára með sigurmarkið

Nokkrir af þessum ungu leikmönnum eru í meistaraflokksliði Þróttar. Rakel …
Nokkrir af þessum ungu leikmönnum eru í meistaraflokksliði Þróttar. Rakel Logadóttir aðstoðarþjálfari til vinstri og Ásmundur Vilhelmsson þjálfari til hægri. Ljósmynd/trottur.is

Þróttur hafði betur gegn Fram, 1:0, þegar Reykjavíkurfélögin mættust í 1. deild kvenna á Framvellinum í Úlfarsárdal í gærkvöld.

Sigurmarkið gerði sextán ára gömul stúlka, Guðfinna Kristín Björnsdóttir, í sínum öðrum deildarleik á ferlinum en hún skoraði fyrir Þrótt strax á 8. mínútu og þar við sat.

Þróttarkonur eru þá með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina en þær gerðu jafntefli við Skínanda úr Garðabæ, 1:1, í fyrstu umferðinni. Fram hefur tapað báðum leikjum sínum en liðið beið lægri hlut, 0:1, fyrir Víkingi frá Ólafsvík í fyrsta leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert