Látum muna eftir okkur

Alfreð Finnbogason ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli …
Alfreð Finnbogason ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. mbl.is/Ófeigur

„Ég kom mér í þá stöðu að ég er í toppformi fyrir EM,“ sagði Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji í knattspyrnu, þegar Morgunblaðið ræddi við hann á Laugardalsvelli í gær, 19 dögum fyrir fyrsta leik Íslands á EM í Frakklandi. Alfreð hefur átt frábært ár til þessa og skoraði meðal annars sjö mörk í 14 leikjum með sínu nýja liði, Augsburg í Þýskalandi. Hann vonast eftir tækifæri til að halda áfram á sömu braut í Frakklandi.

„Ég spilaði síðasta leik fyrir tíu dögum svo að leikformið er gott, sjálfstraustið er gott og ég er búinn að gera allt sem ég get gert. Svo eru það auðvitað aðrir sem velja liðið, og ég virði þá ákvörðun sem þeir taka. Ég kem alltaf til móts við landsliðið með það hugarfar að ég sé að fara að spila og hafa áhrif á liðið,“ sagði Alfreð. Það virðast því mjög góðar forsendur fyrir því að Alfreð verði í byrjunarliði Íslands gegn Portúgal þann 14. júní, en hann var aðeins einn leik af tíu í byrjunarliðinu í undankeppni EM:

„Ég vil byrja, og allir leikmenn í hópnum vilja byrja gegn Portúgal, í fyrsta leiknum á mótinu. Þjálfararnir velja liðið sem þeir treysta best til að vinna þann leik.“

Viðtalið við Alfreð má lesa í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert