Mark í uppbótartíma tryggði ÍA stig

Hulda Hrund Arnarsdóttir úr Fylki.
Hulda Hrund Arnarsdóttir úr Fylki. mbl.is/Styrmir Kári

Fylkir og ÍA gerðu 1:1 jafntefli í 4. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag en leikið var í Árbæ. Mark í uppbótartíma tryggði ÍA stig í dag.

Fylkisliðið var fyrir leikinn án sigurs í deildinni á meðan ÍA var stigalaust. Það byrjaði því vel hjá Fylki en liðið komst yfir á 9. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þá eftir sendingu frá Söndru Sif Magnúsdóttur.

Fylkir leiddi í hálfleik og var þá útlit fyrir að liðið myndi landa sínum fyrsta sigri í deildinni en Maren Leósdóttir hélt ekki.

Hún jafnaði leikinn i uppbótartíma síðari hálfleiks og tókst þar með að ná í fyrsta stigið sem ÍA fær í deildinni. Fylkir þarf á meðan að bíða eftir sínum fyrsta sigri.

Fylkir er með 3 sti eftir fyrstu fjóra leikina en ÍA aðeins með 1 stig.

Fylkir 1:1 ÍA opna loka
90. mín. Mar­en Leós­dótt­ir (ÍA) skorar Ótrúlegt! ÍA jafnar í uppbótartíma. Maren Leósdóttir að ná í stig fyrir Skagaliðið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert