KR vann grannaslaginn

Morten Beck Andersen, leikmaður KR og Andri Fannar Stefánsson, leikmaður …
Morten Beck Andersen, leikmaður KR og Andri Fannar Stefánsson, leikmaður Vals, í baráttu í leik liðanna í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

KR sigraði Val, 2:1, í 6. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Vesturbænum í kvöld. KR er með 9 stig í 6. sæti en Valur er með 7 stig í 9. sætinu.

Valsmenn voru kraftmeiri í byrjun leiks og fengu tvö mjög góð færi á 14. mínútu. Fyrst varði Stefán Logi í marki KR vel frá Kristni Frey Sigurðssyni er Valsarinn þrumaði að marki úr miðjum vítateignum. Sigurður Egill Lárusson fékk boltann vinstra megin nokkrum sekúndum síðar og þrumaði boltanum í stöngina á marki KR.

Heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksins þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Óskar Örn Hauksson skoraði úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs og KR-ingar einu marki yfir þegar liðin gengu til búningsklefa að loknum fyrri hálfleik.

KR-ingar skoruðu annað mark leiksins á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Gunnar Þór Gunnarsson vippaði boltanum inn í vítateig þar sem Pálmi Rafn Pálmason flikkaði boltanum áfram, beint á Denis Fazlagic. Danski kantmaðurinn klippti boltann á lofti og skoraði gullfallegt mark.

Haukur Páll minnkaði muninn með skalla á 90. mínútu en nær komust gestirnir ekki og KR fagnaði sætum sigri.

KR 2:1 Valur opna loka
90. mín. Uppbótartíminn eru fjórar mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert