Dramatík í Árbænum

Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, í baráttu við Viðar Ara …
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, í baráttu við Viðar Ara Jónsson, leikmann Fjölnis, í leik liðanna síðasta sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Fylkir er enn án sigurs í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en Fylkir gerði 2:2 jafntefli við Fjölni í kvöld á heimavelli sínum í Árbæ. Tobias Salquist jafnaði metin fyrir Fjölni í uppbótartíma.

Fyrri hálfleikur byrjaði skelfilega fyrir heimamenn sem voru lentir undir eftir um fimm mínútna leik. Varnarmenn Fylkis náðu ekki að hreinsa boltann nægilega vel frá hættusvæði eftir hornspyrnu og knötturinn barst til Martin Lund Pedersen sem beið rétt fyrir utan teig. Daninn sendi hnitmiðað skot með jörðinni í bláhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir Ólaf Íshólm Ólafsson markvörð Fylkis.

Eftir markið var nokkur skjálfti í Fylkismönnum og sjálfstraustið virkaði í algjör lágmarki. Eftir um 15 mínútna leik, hresstust þó heimamenn til muna og náðu ágætum tökum á leiknum. Fylkir notaði hægri kantinn grimmt og sóknarþunginn jókst með hverri mínútunni. Næst komust heimamenn því að skora þegar Elís Rafn Björnsson kom boltanum framhjá Þórði Ingasyni markverði Fjölnis en varnarmenn gestanna náðu að hreinsa á marklínu. Staðan í hálfleik var því 1:0 fyrir Fjölni.

Fylkismenn mættu gríðarlega grimmir til leiks í seinni hálfleik og voru búnir að jafna eftir sjö mínútna leik þegar Albert Brynjar Ingason skoraði af mikilli yfirvegun. Aðeins níu mínútum síðar skoraði Garðar Jóhannsson annað mark fyrir Fylki og kom heimamönnum yfir. Þetta var fyrsta mark Garðars í deildinni í sumar.

Allt benti til sanngjarns sigurs heimamanna en Tobias Salquist var á öðru máli. Í uppbótartíma fékk Salquist sendingu á fjærstöng, vinstra megin í teignum og skoraði með góðu viðstöðulausu skoti. Grátlegt fyrir Fylki en Fjölnismenn fara væntanlega sáttir heim í Grafarvoginn. Fylkismenn þurfa því enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri

Fylkir 2:2 Fjölnir opna loka
90. mín. Fylkir fær hornspyrnu Enn ein hornspyrnan hjá Fylki. Þeir hafa verið miklu betri hér í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert