Dramatík í Suðurnesjaslag

Lið Keflavíkur byrjar Íslandsmótið vel og er komið í 16-liða …
Lið Keflavíkur byrjar Íslandsmótið vel og er komið í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. Ljósmynd/keflavik.is

Keflavík lagði Grindavík að velli í sannkölluðum Suðurnesjaslag í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Nettóvellinum í Reykjanesbæ þar sem úrslitin réðust í lok uppbótartíma.

Þegar allt stefndi í jafntefli og þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Anita Lind Daníelsdóttir, leikmaður U17 ára landsliðs Íslands, sigurmark Keflavíkurliðsins, 1:0.

Eftir tvær umferðir í B-riðli eru Haukar og Keflavík með 6 stig, Afturelding, Grindavík, Fjölnir og Augnablik eru með 3 stig en Álftanes og Grótta eru án stiga.

Víkingur í Ólafsvík er á toppi A-riðils eftir auðveldan sigur gegn Hvíta riddaranum, 7:0, á Ólafsvíkurvelli í kvöld.

Víkingur Ó., ÍR og HK/Víkingur eru með 6 stig hvert, Þróttur R. 4, Skínandi 1 en Fram, KH og Hvíti riddarinn eru án stiga eftir tvær umferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert