Gott stig hjá nýliðunum í Krikanum

Atli Guðnason með boltann í Kaplakrika í kvöld.
Atli Guðnason með boltann í Kaplakrika í kvöld. mbl.is/Ófeigur

Nýliðar Víkings Ólafsvíkur fögnuðu vel og innilega þegar Gunnar Jarl Jónsson flautaði til leiksloka í viðureign liðsins gegn Íslandsmeisturum FH í 6. umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í Kaplakrika í kvöld. Liðin skildu jöfn, 1:1, og eru áfram með jafnmörg stig, eða ellefu.

Steven Lennon kom FH-ingum yfir á 28. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörnina frá Bjarna Þór Viðarssyni og Skotanum urðu ekki á nein mistök. Hans þriðja mark í deildinni á tímabilinu. FH-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik og fengu færi til að bæta marki við en tókst ekki.

Víkingarnir mættu ákveðnari til seinni hálfleik og þó svo að FH-ingar hafi haft undirtökin og skapað sér fleiri færi þá var einhver doði yfir leik liðsins í seinni hálfleik. Víkingum óx ásmegin á 86. mínútu jafnaði markavélin Hrvoje Tokic þegar hann skoraði af stuttu færi eftir góðan undirbúnir varamannsins Pape Mamadou Faye sem nýtti sér mistök Jonathan Hendrickx. Sjötta mark Króatans í jafnmörgum leikjum á tímabilinu.

FH reyndu hvað þeir gátu til að knýja fram sigurmark en tókst ekki og Víkingarnir voru glaðir og ánægðir með stigið sem þeir fengu þegar flautað var til leiksloka. Strákarnir hans Ejub Purisevic hafa svo sannarlega gert góða hluti í upphafi móts og eru til alls líklegir en FH-ingar gengu svekktir og sárir af velli og fannst að þeir hefðu tapað tveimur stigum en þeir svo sannalega færin til að skora fleiri en eitt mark.

FH 1:1 Víkingur Ó. opna loka
90. mín. Þórhallur Kári Knútsson (Víkingur Ó.) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert