Fyrirliðinn átti að vita betur

Þróttararnir Dion Acoff, Tonny Mawejje og Brynjar Jónasson í baráttu …
Þróttararnir Dion Acoff, Tonny Mawejje og Brynjar Jónasson í baráttu við Eyjamanninn Pablo Punyed í leiknum í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Hvenær slær maður mann í pung og hvenær slær maður ekki mann í pung? Þessar furðulegu vangaveltur voru manni efstar í huga eftir 1:0-sigur ÍBV á Þrótti R. í Laugardalnum í gær, í 6. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Högg Halls Hallssonar, fyrirliða Þróttar, hversu laust sem það kann að hafa verið, í allra heilagasta svæði Danans Mikkels Maigaard, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var nefnilega algjört lykilatriði í leiknum.

Þróttarar hafa byrjað tímabilið eins og einhvers konar „bylgjulest“ – eiga fína leiki á milli þess sem þeir hrapa niður í djúpan öldudal. Í gær áttu þeir mjög góðan leik, með menn eins og Ragnar Pétursson og Thiago leikandi listir sínar á miðjunni og Dion Acoff síógnandi á hægri kantinum. Þeir höfðu verið betri aðilinn þar til Hallur missti einbeitinguna í eitt augnablik. Lykilaugnablik.

Sjá greinina í heild og ítarlega umfjöllun um leiki gærdagsins í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert