Njarðvík gerir sig gildandi

Mynd úr leik Njarðvíkur og ÍR fyrr í sumar.
Mynd úr leik Njarðvíkur og ÍR fyrr í sumar. Ljósmynd/umfn.is

Njarðvík komst upp í annað sæti 2. deildar karla í knattspyrnu með 4:1 sigri sínum gegn Ægi á Njarðtaksvelli í kvöld. Njarðvík hefur farið vel af stað í deildinni í sumar og hefur níu stig eftir fjórar umferðir. 

Leikurinn hófst mjög fjörlega, en Arnór Svansson kom Njarðvík á upphafsmínútu leiksins og Jannik Christian Eckenrode jafnaði metin fyrir Ægi þremur mínútum síðar. 

Njarðvíkingar voru svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik, skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér öruggan sigur. Þar voru að verki Stefán Birgir Jóhannesson, Styrmir Gauti Fjeldsted og Harrison Hanley. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert