„Þiggjum stig hvenær sem er“

Frá viðureign FH og Víkings Ólafsvíkur í kvöld.
Frá viðureign FH og Víkings Ólafsvíkur í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Egill Jónsson, miðjumaðurinn stóri og stæðilegi, var að vonum sáttur með stigið sem Víkingur Ólafsvík náði gegn FH-ingum í Pepsi-deildinni í Kaplakrika í kvöld.

„Við erum virkilega ánægðir með þessa niðurstöðu. Þetta er án efa einn allra erfiðasti útivöllur landsins,“ sagði Egill við mbl.is eftir leikinn.

„Við vissum að meðan staðan var 1:0 þá ættum við möguleika. Það er mjög erfitt að lenda undir á móti FH í Kaplakrika en ég er mjög stoltur af liðinu fyrir að hafa ekki gefist upp. Við héldum okkar skipulagi út leiktímann og það skilaði sér í lokin með þessu jöfnunarmarki.

„Jú, jú menn fundu aðeins fyrir þreytu eftir bikarleikinn á móti Stjörnunni en menn eru alltaf tilbúnir að spila fótbolta. Með þessu stigi höldum við okkur í efri hlutanum. Við þiggjum stig hvenær sem er og förum inn í hvern leik sem næsta verkefni. Þessi úrslit gefa okkur svo sannarlega byr í seglin. Við erum mjög sáttir með uppskeruna til þessa en strax á morgun förum við að undirbúa okkur fyrir leikinn á móti Fylki,“ sagði Egill Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert