Kolbeinn bjartsýnn fyrir EM

Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson mbl.is

Í dag þurfa liðin 24 sem leika á EM karla í fótbolta í Frakklandi að skila inn til UEFA lista yfir þá 23 leikmenn sem hvert þeirra vill geta teflt fram á mótinu.

Ekki er útlit fyrir að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson geri neina breytingu á sínum 23 manna hópi, sem þeir tilkynntu 9. maí.

Helsta vafamálið hefur snúið að Kolbeini Sigþórssyni vegna meiðsla í hné sem hann hefur glímt við. Kolbeinn kveðst hins vegar sjálfur vera sífellt að komast í betra ásigkomulag, þó að hann sé ekki viss um að geta verið með í vináttulandsleikjunum tveimur fyrir EM, gegn Noregi í Osló á morgun kl. 17.45, og gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli á mánudaginn.

„Ég er mjög góður, æfði vel í síðustu viku og gengur vel,“ sagði Kolbeinn við Fótbolta.net í gær. Aðspurður hvort hann yrði orðinn 100% þegar til Frakklands kæmi svaraði hann: „Vonandi. Ég tek þetta frá degi til dags og er mjög bjartsýnn á það.“

Íslenski hópurinn er nú allur kominn saman og æfði á Bislett-frjálsíþróttaleikvanginum þekkta í Osló í gær. Tæplega helmingur hópsins hefur æft síðustu viku á Íslandi en nú eru einnig komnir í hópinn leikmenn sem spila á Norðurlöndunum og víðar. Hluti þeirra fékk að hvíla sig í stað þess að æfa í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert