Leiknir tapaði þriðja leiknum í röð

Framarar mæta Leiknismönnum í kvöld.
Framarar mæta Leiknismönnum í kvöld. Árni Sæberg

Fram vann mikinn seiglusigur á Leikni Reykjavík, 2:1, í Inkasso-deildinni, 1. deild karla í knattspyrnu, í kvöld. Þar með hafa Leiknismenn tapað þremur leikjum í röð. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Tvö mörk seint í leiknum með sex mínútna millibili frá Fram kláruðu leikinn. 

Kristján Páll Jónssonk kom Leikni yfir á 49. mínútu en varnarmaðurinn Hlynur Atli Magnússon jafnaði metin á 70. mínútu.

Sex mínútum síðar skoraði Dino Gavric það sem reyndist verða sigurmarkið.  Ivan Bubalo fékk rautt spjald í liði fram í uppbótartíma, en áður fékk varnarmaðurinn í liði Fram, Ólafur Ingiberg Jónsson, rautt spjald og þar með enduðu Framarar tveimur mönnum færri er þeir sigldu loksins sigrinum í höfn.

Með sigrinum fara Ásmundur Arnarsson og lærisveinar hans í Fram í 12 stig, í 4. sæti.

Leiknismenn, undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, hafa hins vegar núna tapað þremur leikjum í röð og hafa 10 stig, í 8. sæti.

90. Leik lokið. Framarar sigra 2:1!

84 RAUTT SPJALD! Ingiberg Ólafur Jónsson fær rautt spjald í liði Fram. Fékk sitt annað gula spjald.

76. MARK! Dino Gavric kemur fram yfir! Skjótt skipast veður í lofti! Staðan 2:1. Stefnir í þriðja ósigur Leiknismanna í röð!

70. MARK! Varnarmaðurinn sterki, Hlynur Atli Magnússon, er búinn að jafna metin fyrir Fram! Staðan er 1:1.

49. MARK! Kristján Páll Jónsson kemur Leikni í 1:0.

46. Síðari hálfleikur hafinn.

45. Hálfleikur! Staðan markalaus í hálfleik.

1. Leikurinn er hafinn! Tómas Orri Hreinsson dómari leiksins hefur flautað leikinn í gang.

0. Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér að neðan.

Fram Leiknir R.
 BYRJUNARLIÐ
Stefano Layeni (M)   22  Eyjólfur Tómasson  (M)  
Samuel Lee Tillen (F)   Eiríkur Ingi Magnússon    
Gunnlaugur Hlynur Birgisson     Daði Bærings Halldórsson    
Indriði Áki Þorláksson     Ólafur Hrannar Kristjánsson  (F)  
Ivan Parlov    Atli Arnarson    
11  Ingólfur Sigurðsson     10  Fannar Þór Arnarsson    
14  Hlynur Atli Magnússon     15  Kristján Páll Jónsson    
18  Arnar Sveinn Geirsson     18  Elvar Páll Sigurðsson    
20  Hafþór Þrastarson     20  Óttar Bjarni Guðmundsson    
21  Ivan Bubalo    21  Kári Pétursson    
24  Dino Gavric    26  Friðjón Magnússon    
 
 VARAMENN
12  Bjarki Pétursson  (M)   Kristján Pétur Þórarinsson  (M)  
Sigurpáll Melberg Pálsson     Davi Wanderley Silva   
10  Orri Gunnarsson     19  Sævar Atli Magnússon    
13  Ósvald Jarl Traustason     23  Árni Elvar Árnason    
15  Ingiberg Ólafur Jónsson     24  Aron Rúnarsson Heiðdal    
16  Arnór Daði Aðalsteinsson     25  Atli Freyr Ottesen Pálsson    
23  Rúrik Andri Þorfinnsson     30  Ingvar Ásbjörn Ingvarsson  

Upplýsingar um markaskorarar eru fegnar frá vefsíðunni úrslit.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert