Haukar fyrstir til að sigra Keflavík

Haukar mæta taplausum Keflvíkingum að Ásvöllum í kvöld.
Haukar mæta taplausum Keflvíkingum að Ásvöllum í kvöld. Ófeigur Lýðsson

Haukar urðu í kvöld fyrstir til að leggja Keflvíkinga að velli í Inkasso-deildinni, 1. deild karla í knattspyrnu, en liðin áttust við að Ásvöllum í kvöld þar sem lokatölur urðu 4:3 Haukum í vil í fjörugum leik. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Með sigrinum jöfnuðu Haukar Keflavík að stigum en bæði lið hafa 10 stig í 5. og 6. sæti deildarinnar. Þrju stig eru í topplið Grindavíkur en norðanliðin KA og Þór hafa einnig 13 stig en þau leika á morgun.

Haukar komumst yfir strax á 10. mínútu leiksins en reynsluboltinn Hörður Sveinsson jafnaði metin á 26. mínútu.

Elton Renato Livramento kom Haukum á ný yfir aðeins mínútu síðar og Alexander Helgason bætti við þriðja markiinu á 34. mínútu, 3:1.

Fjórum mínútum síðar fékk Gunnlaugur Fannar Guðmundsson að líta rauða spjaldið í liði Hauka er hann fékk sitt annað gula spjald.

Það virtist ekki há Haukum mjög þar sem Alexander bætti við sínu öðru marki á 71. mínútu og kom Haukum í 4:1, manni færri.

Annar reynslubolti í liði Keflavíkur, Jónas Guðni Sævarsson, minnkaði muninn á 75. mínútu, 4:2 og enn var von. Mark Páls Olgeirs Þorsteinssonar kom hins vegar of seint, í uppbótartíma og lokatölur því 4:3 fyrir Hauka sem urðu þar með fyrstir til að sigra Keflavík í sumar.

Fyrir austan lögðu svo Fáskrúðsfirðingar í Leikni nágranna sína í Hugin á Seyðisfirði, 2:0. Antonio Calzado kom þeim á bragðið strax á 4. mínútu. Marko Nikolic fékk síðan beint rautt spjald á 27. mínútu í liði Hugins og það nýttu Leiknismenn hóflega.

Kristófer Páll Viðarsson skoraði eina mark síðari hálfleiks og innsiglaði 2:0 sigur Leiknis Fáskrúðsfjarðar.

Leiknir F. hefur nú unnið tvö leiki í röð, og hefur liðið sex stig í 10 sæti, stigi meira en HK sem hefur leikið leik færra, sex talsins. Huginn er á botninum með þrjú stig eftir sjö leiki.

Haukar Keflavík, staðan er 4:3, leik lokið
Huginn - Leiknir F, staðan er 0:2
Grindavík - Selfoss, staðan er 1:1, leik lokið

21:11 Leikjunum er lokið! Jafnt í Grindavík, en Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði sigra Hugin.

21:10, MARK!! Varamaðurinn Ingi Rafn Ingibergsson jafnar metin fyrir Grindavík, staðan 1:1

21:05 Leik lokið! Haukar urðu fyrstir til að leggja Keflvíkinga að velli í sumar.

21:03 MARK! Páll Olgeir Þorsteinsson minnkar muninn í 4:3 fyrir Keflavík? 

20.44 MARK! Jónas Guðni Sævarsson minnkar muninn fyrir Keflvíkinga, staðan orðin 4:2 gegn Haukum.

20.40 MARK! Alexander Helgason skorar sitt annað mark fyrir Hauka og kemur þeim í 4:1, manni færri! 

20.27 MARK! Kristófer Páll Viðarsson kemr Fáskrúðsfirðingum í 2:0.

20.20 Síðari hálfleikur er hafinn!

20.00 Kominn hálfleikur í leikjunum.

19.55 RAUTT. Ekki bara góðar fréttir fyrir Hauka þar sem Gunnlaugur Fannar Guðmundsson fær rautt spjald. Leikmenn Hugins eru einnig manni færri, Marko Nikolic fær rautt spjald.

19.49 MARK! Alexander Helgason kemur Haukum í 3:1.

19.41 MÖRK! Haukar komust yfir eftir 10 mínútna leik gegn Keflavík, en reynsluboltinn Hörður Sveinsson jafnaði metin á 26. mínútu. Aðeins mínútu síðar skoraði hins vegar Elton Renato Livramento og kemur Haukum á ný yfir, 2:1!

19.19 MARK!  Antonio Calzado Arevalo  kemur Fáskrúðsfirðingum yfir gegn Hugin, staðan er 1:0, eftir fjögurra mínútna leik.

19.15 Leikirnir eru farnir af stað.

0. Byrjunarliðin eru klár:

Haukar Keflavík:

Haukar Keflavík
 BYRJUNARLIÐ
Magnús Kristófer Anderson  (M)   21  Sindri Kristinn Ólafsson  (M)  
Aran Nganpanya     Haraldur Freyr Guðmundsson  (F)  
Gunnar Gunnarsson     Jónas Guðni Sævarsson    
Elton Renato Livramento Barros     Sigurbergur Elísson    
17  Gunnlaugur Fannar Guðmundsson     10  Hörður Sveinsson    
18  Daníel Snorri Guðlaugsson     13  Marc McAusland   
21  Alexander Helgason     20  Magnús Þórir Matthíasson    
22  Aron Jóhannsson     22  Guðmundur Magnússon    
24  Haukur Ásberg Hilmarsson     23  Axel Kári Vignisson    
27  Alexander Freyr Sindrason  (F)   25  Frans Elvarsson    
28  Haukur Björnsson     45  Tómas Óskarsson    
 
 VARAMENN
14  Terrance William Dieterich (M)   Sigmar Ingi Sigurðarson  (M)  
Daði Snær Ingason     Guðjón Árni Antoníusson    
12  Gunnar Jökull Johns     Bojan Stefán Ljubicic    
15  Birgir Magnús Birgisson     11  Magnús Sverrir Þorsteinsson    
20  Stefnir Stefánsson     15  Ási Þórhallsson    
23  Dagur Dan Þórhallsson     16  Páll Olgeir Þorsteinsson    
29  Þórður Jón Jóhannesson     24  Daníel Gylfason  

Grindavík - Selfoss:

Grindavík Selfoss
 BYRJUNARLIÐ
Hlynur Örn Hlöðversson  (M)   Vignir Jóhannesson  (M)  
Fransisco Eduardo Cruz Lemaur    Andrew James Pew    
Rodrigo Gomes Mateo    Jose Teodoro Tirado Garcia   
Gunnar Þorsteinsson     Svavar Berg Jóhannsson    
Matthías Örn Friðriksson     Ivan Martinez Gutierrez   
10  Alexander Veigar Þórarinsson     11  Þorsteinn Daníel Þorsteinsson    
14  Andri Rúnar Bjarnason    12  Giordano Pantano   
17  Magnús Björgvinsson     13  Richard Sæþór Sigurðsson    
18  Juan Manuel Ortiz Jimenez    16  James Mack   
23  Jósef Kristinn Jósefsson  (F)   18  Arnar Logi Sveinsson    
24  Björn Berg Bryde     21  Stefán Ragnar Guðlaugsson  (F)  
 
 VARAMENN
29  Anton Helgi Jóhannsson  (M)   28  Daniel James Hatfield  (M)  
Hákon Ívar Ólafsson     Sigurður Eyberg Guðlaugsson    
William Daniels    Birkir Pétursson    
11  Ásgeir Þór Ingólfsson    10  Ingi Rafn Ingibergsson    
15  Nemanja Latinovic    17  Haukur Ingi Gunnarsson    
19  Óli Baldur Bjarnason     19  Arnór Gauti Ragnarsson    
25  Aron Freyr Róbertsson     22  Ingþór Björgvinsson  

Huginn - Leiknir F.

Huginn Leiknir F.
 BYRJUNARLIÐ
Atli Gunnar Guðmundsson  (M)   Adrian Murcia Rodriguez (M)  
Blazo Lalevic    Almar Daði Jónsson    
Rúnar Freyr Þórhallsson     Antonio Calzado Arevalo   
14  Stefán Ómar Magnússon     Jesus Guerrero Suarez   
15  Jaime Jornet Guijarro    Arkadiusz Jan Grzelak    
16  Birkir Pálsson  (F)   Björgvin Stefán Pétursson  (F)  
17  Ingólfur Árnason     Ignacio Poveda Gaona   
18  Marko Nikolic    10  Jose Omar Ruiz Rocamora   
21  Orri Sveinn Stefánsson     11  Kristófer Páll Viðarsson    
22  Ivan Eduardo Nobrega Silva    14  Hilmar Freyr Bjartþórsson    
23  Elmar Bragi Einarsson     18  Valdimar Ingi Jónsson    
 
 VARAMENN
Emil Smári Guðjónsson     12  Amir Mehica (M)  
Gauti Skúlason     Guðmundur Arnar Hjálmarsson    
Anton Freyr Ársælsson     16  Marinó Óli Sigurbjörnsson    
Johnatan P. Alessandro Lama    19  Alexander Ainscough   
11  Pétur Óskarsson     21  Tadas Jocys    
13  Ingimar Jóhannsson     22  Dagur Már Óskarsson    
  23  Sólmundur Aron Björgólfsson  

0. Byrjunarliðin koma innan skamms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert